EKKERT NEMA ÆVINTÝRI

Við hjá Tinna Adventure njótum þess að kynna gestina okkar fyrir heillandi náttúru og sögu Austurlands. Í ferðunum tökum við okkur tíma til að njóta á hverjum viðkomustað og blanda saman náttúru upplifun og menningu og sögu svæðisins. Við lítum svo á að besta leiðin til að upplifa staði er með innsýn í alla þessa þætti. Það er því markmið okkar að miðla þessar reynslu til gestanna okkar.

Hiking tours, guided tours, super jeep tours, Iceland, East Iceland, day tours, tailor-made tours

Tinna Adventure (Bifreiðaverkstæði Sigursteins)

Kennitala: 590405-1320

Heimilisfang: Selnes 28-30
760 Breiðdalsvík

Sími: 8323500

jeppaferdir@tinna-adventure.is

www.tinna-adventure.is

VSK númer: 86421

Skráð í fyrirtækjaskrá - https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/5904051320

Nafn skráð í einkaleyfisskrá - https://www.patent.is/node/467711

Opnunartími skrifstofunnar
Mánudagur - Föstudagur: 08:00 - 17:00

Brottfarartímar ferða eru ekki takmarkaðir við skrifstofutíma.
Bókaðan brottfarartíma þinnar ferðar má sjá á miðanum.

Við erum stolt af því orðspori sem við höfum áunnið okkur og við hvetjum ykkur til að deila ykkar upplifun á Facebook, Google, TripAdvisor eða öðrum samfélagsmiðlum.

HÓPURINN OKKAR

Hópurinn okkar hefur ástríðu fyrir ferðamennsku og íslenskri náttúru. Okkur hlakkar til að aðstoða ykkur að kynnast Austurlandi.

Guide, Super Jeep Tours, Guided tours, Iceland, East Iceland, Travel

Ingólfur Finnsson

Stofnandi, forstöðumaður og leiðsögumaður

Ég hef búið á Breiðdalsvík í 33 ár. Ég starfa sem bifvélavirki og sjúkraflutningamaður auk þess að leiðsegja. Ég hef unnið með Björgunarsveitinni Einingu í 30 ár og hef mikinn áhuga á ferðamennsku. Vetrar ferðamennska bæði á snjósleðum og breyttum jeppum er í miklu uppáhaldi. Mín hlutverk hér eru fjölbreytt, þar á meðal leiðsögn sem og tenglsamyndun.

Tungumál: Íslenska og enska
Tölvupóstur: ingolff@simnet.is
Sími: + 354 899 4300

Helga Hrönn Melsteð

Stofnandi og yfir leiðsögumaður

Ég er fædd og uppalin á Breiðdalsvík. We er rennismiður og sjúkraflutningamaður fyrir utan leiðsögnina auk þess að hafa starfað með Björgunarsveitinni Einingu í rúm 20 ár. Ég hef gríðarlegan áhuga á ferðamennsku, ljósmyndun, náttúru og dýralífi. Mitt helsta hlutver hér er leiðsögn auk kynningarstarfs.

Tungumál: Íslenska og enska
Tölvupóstur: jeppaferdir@tinna-adventure.is
Sími: +354 860 6813

Hrefna I. Melsteð

Vef- og markaðsfulltrúi og leiðsögumaður

Ég er fædd og uppalin á Breiðdalsvík. Ég er með BA gráðu í Mannfræði og hef starfað í ferðaþjónusut til margra ára auk þess að vera sjúkraflutningamaður. Ég hef mikinn áhuga á ferðamennsku, ljósmyndun og menningu. Ég hef einnig starfað með Björgunarsveitinni Einingu í nokkur ár. Mín hlutverk hér ná til vefsíðugerðar, markaðssetningar og leiðsagnar.

Tungumál: Íslenska, enska og spænska
Tölvupóstur: jeppaferdir@tinna-adventure.is
Sími: +354 8496096

Óskar Þór Guðmundsson

Leiðsögumaður

Ég er fæddur og uppalinn á Fáskrúðsfirði þar sem ég bý. Ég starfa sem rannsóknalögreglumaður auk leiðsagnarinnar. Ég hef mikla reynslu af ferðamennsku á fjöllum og hef starfað með Björgunarsveitinni Geilsa síðan ég var unglingur. Mitt hlutverk hér er sem leiðsögumaður.

Tungumál: Íslenska og enska

Solveig “Solla” Friðriksdóttir

Yoga kennari

Ég er fædd og uppalin á Stöðvarfirði. Ég er með BS gráðu í Sálfræði og kennsluréttindi. Ég er með réttindi sem yoga kennari og starfa á því sviði. Ég hef starfað með Rauða krossinum og er með Airbnb íbúðir á heimili mínu á Stöðvarfirði. Ég hef áhuga á heilbrigðu líferni, njóta fegurðar og afslappandi anda náttúrunnar, ferðast og hitta nýtt fólk. Mitt helsta hlutverk hér er sem leiðsögumaður yoga göngu.

Tungumál: Íslenska og enska

SAMSTARFSAÐILAR OKKAR

Við vinnum með stofununum á svæðinu, samfélaginu og ferðaþjónustufyrirtækjum svæðisins með það að markmiði að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu á Austurlandi.

OKKAR LOFORÐ

Við munum sýna ykkur perlur Austurlands.