Project Description
Þessi ferð leiðir þig um fallega náttúru Breiðdalsins. Dalurinn er umkringdur mikilfenglegri fjalla krúnu og á leiðinni munt þú heimsækja fossa, eyðibæ og sæta kirkju auk þess að kynnast menningu og sögu svæðisins.
Ferðast er á breyttum Jeppum þar sem pláss er fyrir 4-10 farþega í hverjum bíl. Í ferðinni er svo lögð áhersla á að njóta á hverjum áfangastað.
Þetta er fjölskylduvæn ferð þar sem allir í fjölskyldunni geta notið þess að upplifa Austurland
Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um ferðina.
Lengd ferðar: 3 - 4 tímar
Tímabil: Allt árið
Erfiðleikastig: Auðvelt
Mætingarstaður: Selnes 28-30, 760 Breiðdalsvík.
Hægt að sækja farþega: Á alla gististaði í Breiðdal
Lágmark í ferð: 2 farþegar
Hámark í ferð: Vinsamlegast hafðu samband ef þú ert með hópa sem eru stærri en 12 farþegar.
Tungumál : Íslenska, enska og spænska
Hvað þarf að hafa með:
– Hlý föt
– Góðir gönguskór
– Vatnsbrúsi
Athugið:
– Vegna veðurs og/eða vega aðstæðna getur þurft að breyta dagskránni, lengja ferðina eða aflýsa.
– Til að bóka einkaferðir er hægt að senda okkur póst á jeppaferdir@tinna-adventure.is
Innifalið
- Leiðsögð ferð
- Akstur
- Heimsókn í Heydalakirkju
- Léttar veitingar
- Allir skattar og gjöld
Ekki innifalið
- Máltíðir
- Í þessari ferð er ekið inn Breiðdalinn. Við keyrum fyir gamla brú og lítum ofan í kristal tæra ána fyrir neðan.
- Næsta stopp er við fossinn Beljanda. Á leiðinni þangað er ekið eftir slóðum og Breiðdalsáin er þveruð á vaði neðan við fossinn.
- Þaðan er svo haldið að Flögufossi þar sem við göngum stuttan spöl til að fá sem best útsýni að fossinum.
- Í Jórvík heimsækjum við eyðibýlið Jórvík þar sem við fáum innsýn almenningur bjó á seinnihluta 19. aldar og fyrrihluta 20. aldar. Á staðnum má einnig glöggt sjá mikilvæga jarðsögu og fallegt gróðurfar.
- Í lok ferðarinnar er svo komið við í Heydalakirkju þar sem við kynnumst hlutverki kirkjunnar í sveitasamfélaginu nú og áður fyrr.