Project Description

Þessi dagsferð kemur þér í návígi við fjölbreytta og fallega náttúru Austurlands. Þú færð einnig innlit í menningu og sögu svæðisins. Í þessari ferð munt þú sjá fossa utan alfaraleiðar, magnaðar klettastrendur, eyjur og vita. Þú munt einnig heimsækja eyðibýli, sveitakirkju og eitt safn að eigin vali.

Það er ekki óalgengt að sjá hreindýr á þessu svæði, ekki síst um vetur.

Við ferðumst er á breyttum Jeppum þar sem pláss er fyrir 4-10 farþega í hverjum bíl. Í ferðinni er svo lögð áhersla á að njóta á hverjum áfangastað.

Lengd ferðar: 6 - 7 tímar
Tímabil: Allt árið
Erfiðleikastig: Auðvelt
Mætingarstaður: Selnes 28-30, 760 Breiðdalsvík.
Hægt að sækja farþega: Á gististaði í Breiðdal, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Egilsstöðum.
Lágmark í ferð: 2 farþegar
Tungumál : Íslenska, enska og spænska
Hvað þarf að hafa með:
–    Hlý föt
–    Góðir gönguskór
–    Vatnsbrúsi
Athugið:
– Vegna veðurs og/eða vega aðstæðna getur þurft að breyta dagskránni, lengja ferðina eða aflýsa.
– Til að bóka einkaferðir er hægt að senda okkur póst á jeppaferdir@tinna-adventure.is

Innifalið

 • Leiðsögð ferð
 • Akstur
 • Heimsókn í Heydalakirkju
 • Heimsókn í safn að eigin vali: Steinasafn Petru, Franska safnið, Breiðdalssetur, Stríðsárasafnið, Norðurljósasýning.
 • Léttar veitingar
 • Allir skattar og gjöld

Ekki innifalið

 • Máltíðir
 • Hægt er að byrja þessa ferð er hægt að hefja í öllum þeim bæjum sem nefndir eru í lýsingunni. Þessi ferðalýsing er hins vegar miðuð út frá Breiðdalsvík. Þar af leiðandi getur röð stoppustaðanna riðlast. Að auki er safnastoppið ekki tiltekið þar sem söfnin eru í mismunandi bæjum og kom því inn eftir því hvað er valið. 
 • Frá Breiðdalsvík er haldið út með ströndinni í átt að Stöðvarfirði. Á leiðinni er stoppað undir mögunuðum háum klettum á Kambanesi. 
 • Þaðan er haldið í átt að Fáskrúðsfirði. Á leiðinni er komið við á Hafnarnesi og gengið er að vitanum. Á þessu svæði nokkuð stór verbúðarbær á árum áður en nú standa tóftirnar einar eftir. 
 • Á þessari leið er keyrt eftir magnaðri strandlengju og útsýnið er fallegt í átt að eyjunni Skrúð, heimili Skrúðsbóndans og lunda. 
 • Því næst er haldið yfir í Reyðarfjörð og í átt til Egilsstaða. Á þeirri leið er komið við í litlu gili á Fagradalnum. 
 • Til að loka hringnum er haldið yfir Breiðdalsheiði og yfir í Breiðdalinn. Uppi á há heiðinni má sjá um 100 ára hlaðinn veg við hliðina á nýja veginum. 
 • Í Breiðdal er komið við á eyðibýlinu Jórvík. Þar fáum við innsýn í líf almennings undir lok 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar auk magnaðrar jarðfræði og gróðurs á svæðinu.
 • Því næst er komið að Flögufossi og þaðan er svo haldið að fossinum Beljanda. Til að heimsækja þessa fossa ferðumst við um grófa slóða og við Beljanda er ekið yfir Breiðdalsá á vaði.
 • Næsta stopp er í Heydalakirkju þar sem innsýn fæst í menningu og sögu kirkjunnar í lífi þjóðarinnar.
 • Að lokum er komið við á Meleyri. Þessi fjara er einstaklega vinsæl til útivistar meðal heimamanna og gesta.