Project Description
Upplifðu fegurð afsketra svæða á hálendi Austurlands í þessari skemmtilegu jeppaferð. Í þessari ferð er farið um frjósama dali, auðnarlegt hálendi og þú munt sjá í nærmynd þær miklu andstæður sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða sem og kynnast sögu svæðisins.
Meðal þeirra staða sem við heimsækjum á þessari leið er stærsta vatnsfallsvirkjun evrópu og Sænautasel, endurreistur bær frá því 1843. Í þessari ferð sjáum við djúp og mikil gljúfur, heitan foss og svo heimsækjum við Óbyggðasetur Íslands þar sem menning og saga svæðisins er í forgrunni.
Í þessari spennandi ferð kemstu þú á svæði sem eru ófær eða illfær fyrir hefðbundna bíla. Þar sem við ferðumst í litlum hópum þá er nándin við náttúruna mikil og upplifunin því sterk.
Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um ferðina.
Lengd ferðar: 9 - 10 tímar
Tímabil: Frá 20. júní til 30. október
Erfiðleikastig: Auðvelt / Miðlungs erfitt
Mætingarstaður: Tjaldstæði Egilsstaða.
Hægt að sækja farþegaÁ gististaði í Breiðdal og á Egilsstöðum.
Lágmark í ferð: 2 farþegar
Tungumál : Íslenska, enska og spænska
Hvað þarf að hafa með:
– Hlý föt
– Sundföt og handklæði
– Góðir gönguskór
– Vatnsbrúsi
Athugið:
– Vegna veðurs og/eða vega aðstæðna getur þurft að breyta dagskránni, lengja ferðina eða aflýsa.
– Til að bóka einkaferðir er hægt að senda okkur póst á jeppaferdir@tinna-adventure.is
Ert þú að leita að vetrar útgáfu af þessari ferð?
Innifalið
- Leiðsögð ferð
- Akstur
- Aðgangur að Óbyggðasetri Íslands
- Heimsókn í Sænautasel
- Léttar veitingar
- Allir skattar og gjöld
Ekki innifalið
- Máltíðir
- Við hefjum ferðina með akstri in Jökuldal þar sem við stoppum við hins fallega foss Rjúkanda á leiðinni inn að Sænautaseli, endurbyggðum torfbæ sem var upprunalega byggður 1843.
- Þaðan höldum við í átt að Hafrahvammagljúfri, förum í heit bað undir heitum fossi í Laugarvalladal. Það er æðislegt að fara í bað eftir göngu við Hafrahvammagljúfur.
- Því næst höldum við í áttina að Óbyggðasetri Íslands þar sem við heimsækjum safnið þeirra. Á leiðinni er komið við á Kárahnjúkastíflu, stærstu vatnsaflsvirkjun Evrópu.
- Að lokum keyrum við út Fljótsdal og komum við í Hallormsstaðarskógi. Trjásafnið í Hallormsstað er samansafn af gríðarlega fjölbreyttum trátegundum sem plantað hefur verið á síðustu áratugum. Á þessari leið skulum við einnig hafa augun opin fyrir Lagafljótsorminum.