Project Description

Náðu sambandi við þig sjálfa/n og náttúruna í kring í þesari afslappandi yoga ferð á fallega lítt þekkta staði í Breiðdal.

Hér blöndum við saman yoga og göngum í náttúrunni sem og heimsóknum á nokkra einstaka staði í Breiðdalnum. Þessi ferð er fullkomin leið til að losna undan amstri dagsins, róa hugann og njóta í návist náttúrunnar. Það er algjörlega einstök upplifun að finna lyktina af grasinu og tránum, og heyra niðinn í sjónum, ánni eða golunni á meðan stundað er yoga. 

Þessi yoga ferð er endurnærandi bæði fyrir líkama og sál. Svo er þetta frábær leið til að finna hvata og sköpunargleði fyrir það sem þú tekur þér fyrir hendur. 

Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um ferðina.

Lengd ferðar: 3 - 4 tímar
Tímabil: Allt árið
Erfiðleikastig: Auðvelt
Mætingarstaður: Selnes 28-30, 760 Breiðdalsvík
Hægt að sækja farþega: Á alla gististaði í Breiðdal
Lágmark í ferð: 2 farþegar
Hámark í ferð:11 farþegar
Tungumál Íslenska og enska
Hvað þarf að hafa með:
–    Hlý föt
–    Góðir gönguskór
–    Vatnsbrúsi
Athugið:
– Vegna veðurs og/eða vega aðstæðna getur þurft að breyta dagskránni, lengja ferðina eða aflýsa. – Til að bóka einkaferðir er hægt að senda okkur póst á jeppaferdir@tinna-adventure.is

Innifalið

  • Leiðsögð ferð
  • Akstur
  • Yoga leiðsögn með lærðum yoga kennara.
  • Léttar veitingar
  • Allir skattar og gjöld
  • Þessi ferð hefst með akstri inn í Breiðdalinn þar til komið er að fyrsta áfangastað.
  • Við veljum áfangastaðina eftir veðri og aðstæðum en í hverri ferð er farið að nokkrum perlum Breiðdals. 
  • Á hverjum stað er svo tekin smá ganga sem brotin er upp með léttum yoga æfingum og hugleiðslu.
  • Á meðan gengið er á hverjum stað, göngum við í þögn þar sem aðeins yogakennarinn leiðbeinir í gegn um æfingarnar. Þetta skapar hið fullkomna hugarástand fyrir afslöppun og endurnæringu.