Project Description

Stígðu inn í heillandi landslag Austurlands í leit að hreindýrum í þeirra eigin umhverfi. 

Hreindýrin voru flutt til landsins seint á 18. öldinni en náðu sér einungis á strik á Austurlandi. Vetur og vor eru besti tími ársins til að sjá stórar hjarðir þar sem þau koma niður af hálendinu í leit að fæði. Minni hópa er þó hægt að finna megnið af árinu. 

Komdu með okkar reynslumiklu leiðsögumönnum sem nýta upplýsingar frá bændum og útivistarfólki til að fá nýjustu upplýsingarnar um staðsetningu dýranna. 

Við ferðumst er á breyttum Jeppum þar sem pláss er fyrir 4-10 farþega í hverjum bíl. Í ferðinni er svo lögð áhersla á að njóta á hverjum áfangastað..

Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um ferðina.

Lengd ferðar: 3 – 4 hours
Tímabil: Frá 1. október til 30. júní.
Erfiðleikastig: Auðvelt
Mætingarstaður: Selnes 28-30, 760 Breiðdalsvík
Hægt að sækja farþega: Á gististaði í Breiðdal, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Egilsstöðum.
Lágmark í ferð: 2 farþegar
Tungumál : Íslenska, enska og spænska
Hvað þarf að hafa með:
–    Hlý föt
–    Góðir gönguskór
–    Vatnsbrúsi
Athugið:
– Vegna veðurs og/eða vega aðstæðna getur þurft að breyta dagskránni, lengja ferðina eða aflýsa.
–    Við getum ekki tryggt að sjá hreindýrin en við leggjum okkur öll fram við að finna þau og líkurnar eru eftir sem áður góðar.
– Til að bóka einkaferðir er hægt að senda okkur póst á jeppaferdir@tinna-adventure.is

Innifalið

  • Leiðsögð ferð
  • Akstur
  • Léttar veitingar
  • Allir skattar og gjöld

Ekki innifalið

  • Máltíðir
  • Í þessari ferð ökum við um heillandi náttúru Austurlands. Við förum mismunandi leiðar í hvert skipti og veljum leiðar út frá því hvar við höfum séð eða frétt af hreindýrum nýlega.