Project Description

Þessi stutta ferð endar með göngu um fallega strandlengjuna við Streiti sunnan Breiðdals. Einnig er farið í heimsókn í Heydalakirkju og stoppað við fallega fossinn Beljanda í Breiðdalsá. Þetta svæði á sér ríkulega sögu og þjóðsagnir auk þess að vera mjög áhugavert í jarðfræðilegu samhengi.

Í ferðinni upplifarðu forsmekk af grófum slóðum og óbrúuðum ám. Þar sem um litla hópa er að ræða þá er upplifunin persónuleg og nándin við náttúruna mikil. 

Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um ferðina.

Lengd ferðar: 2 - 2,5 tímar
Tímabil: Allt árið
Erfiðleikastig: Auðvelt
Mætingarstaður: Selnes 28-30, 760 Breiðdalsvík
Hægt að sækja farþega: Á alla gististaði í Breiðdal
Lágmark í ferð: Ekkert lágmark
Hámark í ferð: : Hafðu samband ef þú ert með hópa sem eru stærri en 12 farþegar.
Tungumál : Íslenska, enska og spænska
Hvað þarf að hafa með:
–    Hlý föt
–    Góðir gönguskór
Athugið:
– Vegna veðurs og/eða vega aðstæðna getur þurft að breyta dagskránni, lengja ferðina eða aflýsa.
– Til að bóka einkaferðir er hægt að senda okkur póst á jeppaferdir@tinna-adventure.is

  • Leiðsögð ferð
  • Akstur
  • Heimsókn í Heydalakirkju
  • Allir skattar og gjöld
  • Ferðin hefst með heimsókn í Heydalakirkju. Þar geta gestir fengið innsýn í landsbyggðarsamfélagi í Breiðdal og brot úr sögu þjóðarinnar.
  • Þaðan er haldið inn að gömlu brúnni yfir Tinnudals ána. Gilið fyrir neðan og tær blá áin sem liðast fyrir neðan eru gull falleg að sjá.
  • Næsta stop er svo við fossinn Beljanda í Breiðdalsá. En á leiðinni er Breiðdalsáin krossuð á vaði.
  • Að lokum er farið út á Streitishvarf þar sem gengið er niður að vitanum og eftir magnaðri strandlengjunni.