Project Description

Tinna Adventure býður upp á einkaferðir á jeppum, sem og yoga göngur, auk sérsniðinna ferða um Austurland og Norðausturland. Allt er sniðið að þínum óskum og áhugamálum.

Meðal þeirra áhugaverðu staða sem hægt er að heimsækja á Austurlandi eru eyðifirðir og dalir, jarðhitasvæðið við jökulinn í Kverkjföllum, og gönguleiðirnar við Dyrfjöll svo fátt eitt sé nefnt. Við getum einnig skipulagt heimsóknir á bóndabæi og búið til ferðir með áhuga á sögu eða jarðfræði svæðisins.

Á Austurlandi má einnig finna hreindýr sem og fjölbreytt fuglalíf.
Við bjóðum upp á ferðir í breyttum jeppum og fótangandi. Við getum útbúið ferðir allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga, hvort sem er að sumri eða vetri. Allar ferðir sem eru lengri en einn dagur vinnum við í samvinnu með ferðaskrifstofunni Travel East Iceland.

Þá getum við útbúið einkaferðir fyrir farþega úr skemmtiferðaskipum sem koma í landi á Djúpavogi, Eskifirði og Seyðisfirði.

Hafðu samband við okkur ef þig langar í fleiri spennandi valmöguleika, þar á meðal samsettar ferðir.