Project Description

Þetta er einstök ferð sem fer með þig yfir snævi þakið hálendi Austurlands á vel búnum breyttum jeppum. Mögnuð upplifun.

Í þessari ferð verjum við mestum tíma í snjóakstri á hálendinu. 

Ferðin er farin í litlum hópum og ferðast er með afslöppuðum stíl þar sem áherslan er á að njóta íslenskrar náttúru.

Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um ferðina.

Lengd ferðar: 10 - 12 tímar
Tímabil: Frá 1. febrúar til 15. apríl
Erfiðleikastig: Auðvelt
Mætingarstaður: Tjaldstæði Egilsstaða
Hægt að sækja farþegaÁ gististaði í Breiðdal og á Egilsstöðum.
Lágmark í ferð: 2 farþegar
Lágmarks aldur: 7 ára
Tungumál : Íslenska, enska og spænska
Hvað þarf að hafa með
:
–    Hlý útivistaföt
–    Hlýir gönguskór
–    Vatnsbrúsi
–    Hádegismatur (hægt er að panta nestispakka sem vinir okkar á Hótel Bláfelli útbúa)
Athugið:
– Vegna veðurs og/eða vega aðstæðna getur þurft að breyta dagskránni, lengja ferðina eða aflýsa.
– Þetta er ferð inn í óbyggðir og því er salernisaðstaðan er einföld og óvíða.
– Vegna lengar ferðarinnar mælum við ekki með henni fyrir börn 10 ára og yngri.
– Til að bóka einkaferðir er hægt að senda okkur póst á jeppaferdir@tinna-adventure.is

Innifalið

  • Leiðsögð ferð
  • Akstur
  • A visit to Bjarnahýði mountain hut
  • Léttar veitingar
  • Allir skattar og gjöld

Ekki innifalið

  • Máltíðir
  • Ferðin hefst á akstri í átt að fjöllunum.
  • Þegar komið er til fjalla byrjar vetrar æfintýri fyrir alvöru þar sem keyrt er yfir snæfiþakið hálendið.
  • Á leiðinni inn að Þrándarjökli er komið við í fjallakofanum Bjarnahýði. Þetta er vinsæll viðkomustaður ausfirðsks jeppafólks á leið til fjalla.
  • Þaðan er svo haldið í Tröllakróka. Þar má sjá magnaða klettadranga í gljúfrinu. Þarna upplifir þú einstaklega vel hversu smá við mannfólkið erum í samhengi hlutanna.