Nytsamlegar upplýsingar

Nytsamlegar upplýsingar2020-04-20T11:06:25+00:00

Hér getur þú fundið ýmiskonar upplýsingar sem geta nýst við skipulagningu á ferð um Austurland.

Nokkrar upplýsingar um ferðirnar okkar

Tinna Adventure býður þér að upplifa Austurland í sérferðum eða litlum hópum sem eru leiðsagðir af reyndum leiðsögumönnum sem þekkja svæðið, náttúru, sögu og menningu. Við leggjum áherslu á afslappaða ferðamennsku og merkingabæra tengingu við áfangastaðinn.

Við ferðumst eingöngu í litlum hópum og leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu.
Stærsti bíllinn sem við eigum tekur 10 farþega.

Við erum staðsett á Breiðdalsvík. En fyrir margar ferðirnar er hægt að sækja farþega á gististaði víða á Austurlandi.

Frá Reykjavík - 1 klst. flug til Egilsstaða og 1 klst. og 15 mín. akstur. Eða ca. 7 tímar og 40 mín akstur (630 km).

Frá Höfn - Ca. 2 klst og 15 mín akstur (165 km)

Frá Djúpavogi - Ca. 50 mín. akstur (52 km)

Frá Egilsstöðum - Ca 1 klst. og 15 mín. akstur (93 km)

Frá Akureyri - Ca. 4 klst. og 20 mín. akstur (340 km)

Við ferðumst á breyttum jeppum og gangandi.

Allir gestir þurfa að hafa góða gönguskó til að ganga á ósléttu landslagi.

Í jeppaferðum að sumri mælum við með að klæða sig eftir veðri. Hafa skal þó í huga að veður geta breyst skyndilega, svo gott er að hafa hlýan fatnað og regnheldan fatnað við hendina.
Í jeppaferðum að vetri er nauðsynlegt að hafa hlýjan og góðan vetrarfatnað.
Í yoga ferðum mælum við með því að klæða sig eftir veðri en hafa þó í huga að veður getur breyst. Við mælum með því að klæða sig í lögum svo hægt sé að taka af eða bæta á eftir því hvernig viðrar.

ATH! Tinna Adventure tekur ekki ábyrgð á skemmdum á fatnaði í ferðum.

Allar ferðir eru merktar eftir erfiðleika: auðvelt, miðlungs, miðlungs/erfitt eða erfitt.

  • Auðvelt: Lítill sem enginn gangur. Hér getur verið allt að nokkur hundruð metra gangur á ójöfnu undirlagi.
  • Miðlungs: Létt ganga allt að 5 km á ójöfnu undirlagi.
  • Miðlungs/erfitt: Ganga allt að 10 km. á grófu undirlagi og/eða í halla.
  • Erfitt: Ganga eða klifur í bröttu fjalllendi eða jöklasvæðum. Allt að nokkrir klukkutímar í göngu.

Lesið upplýsingar um erfiðleikastig við hverja ferð og metið út frá eigin getu.

Hér fyrir neðan má sá valmöguleigar á þeirri þjónustu sem hægt er að bóka með ferðum. Í bókunarferlinu fyrir sumar ferðir kemur upp valmöguleiki sem þú getur nýtt þér ef þörf er á.

Hér eru um að ræða nestisbox í 2 stærðum.

Hjálplegir tenglar

Algengar spurningar

Ég er í vanda með vefbókanir! Hvað er að?2019-11-07T19:35:09+00:00

Prufaðu að nota annan vafra. Ef það virkar ekki þá getur þú haft samband við okkur á jeppaferdir@tinna-adventure.is

Þarf að bóka með fyrirvara?2019-11-07T19:33:11+00:00

Við mælum með því að bóka ferð með fyrirvara, sætaframboð er takmarkað.

Hvernig bóka ég ferð?2020-04-20T15:37:56+00:00

Hægt er að bóka á netinu á síðunni tinna-adventure.is/tours

Ef þú lendir í vandræðum með að bóka á netinu getur þú haft samband við okkur í síma 8323500 eða á tölvupóstfangið jeppaferdir@tinna-adventure.is

 

Getur ferð verið afbókuð vegna veðurs?2019-11-07T19:28:39+00:00

All of our tours can be canceled due to weather with short notice. If our tours get canceled because of weather or safety reasons participants will receive a full refund.

Hvernig get ég borgað?2019-11-07T19:27:19+00:00

Í bókunarferlinu á netinu er hægt að borga með greiðslukortum. Á skrifstofunni er hægt að greiða með korti eða peningum.

Hvað gerist ef það rignir?2019-11-07T19:26:32+00:00
Það rignir vissulega oft á Íslandi, við látum það ekki stoppa okkur við það að njóta náttúrunnar. Það er jú ekkert vont veður bara léleg föt. Náttúran aðlagar sig ekki að okkur, við aðlögum okkur að náttúrunni.
Að sjálfssögðu er öryggi ofar öllu hjá okkur. Ef við teljum á einhverjum tímapunkti að aðstæðurnar séu ekki öruggar eða boðlegar þá aflýsum við ferðinni og gerum okkar besta til að finna nýjan tíma fyrir ykkur. Ef við aflýsum vegna veðurs og öryggis þá fáið þið fulla endurgreiðslu ef ekki finnst ný tímasetning sem hentar.
Hvað gerist ef ég er sein/n í ferð?2019-11-07T18:50:59+00:00
Sé ekki mætt í ferð á réttum tíma forgerir þú ferð þinni og tapar rétt á endurgreiðslu.
Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú náir til okkar í tæka tíð hringdu í okkur fyrir ferð þar sem við gætum mögulega breytt eða fært ferðina þína ef bókunarstaðan hjá okkur leyfir. Við reynum ætíð að vera eins liðleg og við getum.
Vinsamlegast mætið tímanlega. Við mælum með 15 mín. fyrir ferð.
ATH! Við mælum með því að gista á nærsvæði svo ekki sé þörf á að ferðast um langan veg fyrir ferð.
Verið undirbúin og kynnið ykkur hvar þið ætlið að hitta okkur og hversu langt er að keyra þangað frá þeim stað sem þið eruð á.
Endilega hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.!
Símanúmerið okkar er 8323500
Gerið þið undanþágur frá aldurstakmörkum?2019-11-07T16:54:16+00:00

Það fer eftir eðli ferðanna, í sumum tilfellum er hægt að gera undanþágur í einkaferðum.

Bjóðið þið upp á einkaferðir?2019-11-07T16:52:20+00:00

Já, við bjóðum upp á einkaferðir. Hafið samband við okkur á jeppaferdir@tinna-adventure.is

 

Hvenær er bjart á Íslandi?2019-11-05T09:04:00+00:00

Á sumrin sest sólin varla og bjart er allan sólarhringinn. Um hávetur er dimmt megnið af deginum, aðeins um 4-5 tímar af dagsbirtu. Um vor og haust er birtutíminn jafnari.

Er venja að gefa tips?2019-11-05T09:03:21+00:00

Það er ekki hefð að gefa tips á Íslandi og ekki er ætlast til þess. Það er hins vegar ekki illa séð ef þig langar að sýna þakklæti á þennan máta.

Hver er gjaldmiðillinn á Íslandi?2019-11-05T09:03:02+00:00

Íslenska krónan (ISK)

Get ég borgað með greiðslukorti?2019-11-05T09:02:31+00:00

Við getum tekið á móti helstu greiðslukortum s.s.
Visa, MasterCard, Maestro.

Tala Íslendingar ensku?2019-11-05T09:02:09+00:00

Flestir Íslendingar tala góða ensku.

Hvernig á ég að klæða mig á Íslandi?2019-11-05T09:01:14+00:00

Á sumrin er léttur útivistarfatnaður oft það sem helst er þröf á. Samt er öruggast að vera búinn undir bæði kaldari veður og regn hverær sem er ársins. Veðrir getur breytst hratt enda of sagt, ef þér líkar ekki veðrið bíddu í 15 mínútur. Svo er algjör nauðsyn að hafa með sér sundföt hvenær sem er árs. Hvort sem það eru sundlaugar eða náttúrulaugar þá er sund ein af bestu afþreyingum landsins.
Um vetur er svo þröf fyrir hlý og góð vetrar föt fyrir kaldari dagana.

Hversu kalt er á Íslandi?2019-11-05T09:00:42+00:00

Þökk sé Golfstraumnum er Ísland ekki eins kalt og það hljómar. Hitastigið er frekar milt allt árið um kring. Meðal hiti í Júlí er um 10°C þar sem oft er hlýast norðan og austan lands að sumri. Snjórinn er oftast nær ekki til mikilla travala og sest ekki mikið til sunnanlands en stoppar heldur lengur á norðurlandi. Þó eru góð skíðasvæði víða til fjalla. Meðal hiti í janúar í Reykjavík er um 0°C

Go to Top