Með vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi er æ mikilvægara að allir taki þátt í því að mynda samstöðu um ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. 

Óbyggðir Íslands eru mikið til ósnert land sem gerir þær einstakar og verðmætar. Plönturíki landsins er sérstaklega viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áreiti en merkilega harðgerar þegar kemur að íslenskri veðráttu. Hraður vöxturferðaþjónustunnar hefur aukið álagið á viðkvæma náttúruna. Við höfum það að markmiði að deila ást okkar og virðingu fyrir íslenskri náttúru með gestum okkar til að gera upplifunina einstaka. Þannig reynum við að sýna gott fordæmi. Við keyrum eftir merktum slóðum og gögum einnig eftir merktum slóðum þar sem slíkt er í boði. Við hendum ekki rusli og týnum upp það sem við finnum og sýnum virðingu við náttúruna í verki og bjóðum gestum okkar að taka þátt í því. Við hvetjum til við viðhorfs og aðgerða sem vernda umhverfið fyrir komandi kynslóðir. Við leitum sífellt að nýjum og skapandi leiðum til að þróa fyrirtækið í sátt við fallegu og viðkvæmu náttúru Íslands.

Við höfum unnið hörðum höndum til að fá vottun Vakans, gæðavottunarkerfi á forræði Ferðamálastofu. Við erum stolt af því þessari staðfestingu á vinnu okkar.

Markmið okkar í náttúruvernd:

 1. Tökum ekkert nema myndir.
  1. Og svo týnum við upp rusl sem við finnum bæði í ferðum og daglegu lífi.
 2. Drepum ekkert nema tíma.
 3. Búum ekkert til nema minningar.
 4. Skiljum ekkert eftir.

Sjálfbærniyfirlýsing og umhverfisábyrgð

Við teljum að ef fyrirtæki eins og Tinna Adventure vill þrífast til framtíðar þá er mikilvægt að vinna í sátt og samlyndi við náttúruna og samfélagið. Hvenær sem kostur er veljum við vörur sem fluttar hafa verið sem styðsta leið og komast hjá því að nota vörur sem ekki eru framleiddar á umhverfisvænan hátt eða með hag starfsmanna í huga. Að lokum styrkjum við ýmis samtök og samfélagsverkefni. Þessi yfirlýsing er yfirfarin ár hvert með það fyrir augum að halda áfram að bæta okkur.

Virðing fyrir lífi heimamanna

 • Við leggjum okkur fram við að kynna samfélagið fyrir gestunum okkar. Þetta er nokkuð sem gestum okkar hefur þótt mikils virði enda fá þeir tækifæri til að kynnast menningu og hefðum svæðisins.
 • Þegar við bjóðum upp á matarsmakk eða útvegum matarpakka þá gerum við það í samráði við matvælaframleiðendur og veitingastaði á svæðinu. Þetta dregur úr kolefnisspori matarins.
 • Við fylgjumst með, endurmetum og uppfærum áherslur í samfræmi við breytingar í umhverfismálum og menningu til að tryggja jafvægi.
 • Við hugsum í langtíma lausnum í öllum okkar áformum og aðgerðum.

Skiljum ekki eftir okkur ummerki

Sem afþreyingarfyrirtæki á Íslandi erum við mjög meðvituð um skyldur okkar til að vernda umhverfið eftir okkar bestu getu. Annað væri óábyrgt. Það væri einnig í mótsögn við markmið fyrirtækisins og langtíma hag þess. Helsti markhópur Tinna Adventure eru gestir sem vilja njóta íslenskrar náttúru og hreinleika hennar. Þetta hvetur okkur ennþá frekar til þess að fylgja fast við stefnu um að skilja ekki eftir okkur ummerki.

Starfsfólk okkar skal:

 • Fjarlægja allt rusl sem við myndum á svæðinu sem við ferðumst um. Auk þess skulum við fjarlægja annað rusl sem við finnum á svæðinu þó það tengist ekki okkar eigin ferðum.
 • Flokka og endurvinna allt endurvinnanlegt sorp sem fellur til hjá okkur. Þetta á við bæði í ferðum sem í húsi.
 • Upplýsa gestina okkar um þá stefnu okkar að skilja ekki eftir okkur ummerki.
 • Hvetja fólk til þess að taka ekki minjagripi úr náttúrunni: taka frekar myndir.
 • Tryggja að gestirnir okkar lágmarki umhverfisáhrif með því að halda sig á merktum slóðum hvenær sem þess er kostur.
 • Tryggja að við mengum ekki vatnasvæði á leiðum okkar.
 • Huga vel að öllum þeim stöðum sem við heimsækjum og gæta þess að skilja þau eftir í að minnsta kosti eins góðu ástandi og þegar við komum þangað.
 • Keyra á merktum slóðum, þvera ár á hefðbundum vöðum og gæta þess að valda ekki skaða á þeim svæðum sem við heimsækjum.

Takmarka pappírs notkun og endurvinnsla

 • Við tókum þá ákvörðun að prennta ekki bæklinga og takmarka prentaðar auglýsingar okkar við nokkra svæðisbundna miðla. Þetta skref tókum við til að minnka notkun efna sem notuð eru í pappírsframleiðslu sem og notkun bleks.
 • Við sendum allan pappír sem fellur til á skrifstofunni í endurvinnslu.

Endurvinnsla

 • Við endurvinnum allan úrgang, pappír, plast og flöskur sem falla til á skrifstofunni og leiðsögumennirnir okkar gera það einni í ferðum.
 • Við notum ekki einnota bolla eða áhöld í okkar ferðum. 
 • Við komum með ílát í allar okkar ferðir til að tryggja að ekkert sé skilið eftir, matur, rusl eða klósettpappír.

Umgengni við dýr

 • Þegar við skoðum villt dýr reynum við að trufla þeirra daglegu rútínu sem minnst og sýna þeim fulla virðingu.
 • Við gefum villtum dýrum aldrei að borða og gætum þess að trufla ekki jafnvægi náttúrunnar á meðan við fylgjumst með dýrunum í sínu náttúrulega umhverfi.
 • Á varptíma göngum við úrskugga um að koma ekki of nálægt hreiðrum.
 • Á burðartíma hreindýranna höldum við okkur fjarri þeim svæðum sem kýrnar fara til að bera.

Sýndu gestgjöfum þínum og menningu þeirra virðingu

 • Kynntu þér áfangastaðinn og lærðu um menningu og hefðir. Það er góð leið til að byggja upp skilning á samfélaginu.
 • Lærðu nokkur orð í tungumáli heimamanna. Þetta getur hjálpað þér að tengjast samfélaginu og fólkinu á merkingarbæran máta.
 • Upplifðu og sýndu virðingu öllu því sem gerir alþjóðlega áfangastaði einstaka og ólíka. Allt frá sögu, arkitektúr, trúarbrögð, klæðaburður og samfélagsleg viðmið, tónlist, list og matur.
 • Fáðu leyfi til að taka myndir af fólki þar sem friðhelgi einkalífs þeirra er jafn mikilvægt og þitt eigið.

Verndum plánetuna

 • Minnkaðu umhverfisáhrif með því að vernda náttúruaðlindir s.s. skóga og votlendi.
 • Sýndu dýralífi og umhverfi þeirra virðingu.
 • Verslaðu vörur sem framleiddar eru úr plöntum eða dýrum sem í útrýmingarhættu. Á vernduðum svæðum skal svo einungir fara á þá staði sem eru opnir fyrir gestum.
 • Minnkaðu notkun á vanti og orku þegar mögulegt er.
 • Skildu einungis fótspor eftir þig og góða minningu.

Styddu við samfélagið

 • Verslaðu handunnar vörur af heimamönnum.
 • Sýnum lífsviðurværi seljenda og framleiðenda virðingu með því að borga sanngjarnt verð.
 • Ekki kaupa falsaðar vörur eða hluti sem eru bannaðir samkvæmt staðbundnum eða alþjóðlegum lögum.
 • Verslaðu við leiðsögumenn af svæðinu sem geta veitt djúpa innsýn í svæðið.

Vertu upplýstur ferðamaður

 • Fylgdu viðeigandi varúðarráðstöfunum gagvart öryggi og forvörnum á ferð þinni.
 • Kynntu þér hvernig þú getur haft samband við neyðaraðstoð eða hvernig þú getur haft samband við sendiráðið þitt í neyð. Hér á Íslandi er neyðarnúmerið 112.
 • Rannsakið verkefnin vel ef þið hafið hugsað ykkur að taka þátt í sjálfboðaferðamennsku.
 • Velið ykkur afþreyingarfyrirtæki sem hafa sett sér reglur varðandi náttúruvernd og samfélagslega ábyrgð.

Sýndu virðingu á ferðalagi

 • Fylgið lögum og relgum á staðnum.
 • Virðið mannréttindi og verndið börn fyrir misnotkun.
 • Styrkið samfélagsverkefni í stað þess að gefa betlurum pening.
 • Takið myndir frekar en verndaðar menningarminjar sem minningu um ferðalagið.
 • Gefið heiðarlegar umsagnir um ferðina ykkar þegar þið komið heim og segið frá því jákvæða sem þið upplifið.

Þessar ráðleggingar um ábyrga ferðahegðun voru settar fram af "World Committee on Tourism Ethics" og eru byggðar á UNWTO Global Code of Ethics for Tourism. 

Hér eru nokkrar ábendingar til viðbótar fyrir ferðamenn á Íslandi. 

Fyrir ferðina:

 • Þegar Ísland er heimsótt, hvort sem er með skipi eða flugi þá getur þú kolefnisjafnað ferðalagið þitt. Til þess er hægt að notað ábyrga vottaða aðila eins og til dæmis kolvidur.is
 • Ferðastu létt. Léttari farangur dregur úr eldsneytisneyslu í flugi.
 • Sparaðu pappír. Prentið aðeins þau gögn sem þörf er fyrir. Það gæti verið nóg að geyma miða og önnur gögn í símanum þínum.
 • Taktu raftæki úr sambandi, lækkaðu hitann í heima hjá þér og afpantaðu dagblöðin áður en þú ferð að heiman.

Í ferðinni:

 • Hafðu með þér vatnsflösku til að forðast það að kaupa vatn í flöskum. Þú getur drukkið vatnið úr krönum og lækjum á Íslandi.
 • Ferðastu um á föstu yfirborði. Það tekur mörg ár fyrir náttúruna að jafna sig eftir utanvegakstur og það á einnig við um göngur utan slóða, sérstaklega á mosa og mjúkum jarðvegi. Umhverfið á Íslandi er viðkvæmt, mosinn vex hægt og kuldinn hægir vöxtinn á öllum plöntum. Höldum okkur við göngustíga þar sem þeir eru í boði. Forðumst að traðka á viðkvæmum plöntum og lágmörkum rof.
 • Kynntu þér leiðir til endurvinnslu.
 • Verslaðu við heimamenn. Smakkaðu mat úr heimabyggð og verslaðu minjagripi af heimamönnum.
 • Göngum, hjólum og notum almenningssamgöngur eins mikið og hægt er.
 • Skiljum eftir það sem við vinnum. Ef þið notið steina eða annað á tjaldstæðum skilið þeim á sinn stað á eftir.
 • Kveikjum ekki elda. Það getur valdið miklum skaða á umhverfinu.
 • Utanvegakstur er með öllu ólöglegur.Njótum þess að ganga.
 • Berum virðingu fyrir dýralífinu, þrátt fyrir að það sé freistandi að knúsa kindur þá skaltu ekki eltast við þær. Ekki skal trufla fuglalíf, sérstaklega á varptíma og ekki skal snerta við hreiðrum.
 • Til að lágmarga mengun skal taka með sér allt það rusl sem við sköpum. Týnum líka upp eftir aðra. Ef þú fylgir þessum ábendingum hjálpar það ekki einungis þér heldur einnig öðrum gestum að njóta íslenskrar nátttúru betur.