Gildin okkar

Við erum knúin áfram af ástríðu okkar til að kynna ferðamönnum frá öllum heimshornum fyrir hinni einstöku fegurð og földum perlum Austurlands sem og íslenskri menningu. Við leitumst við að sýna gestum okkar hvernig þessir þættir fléttast saman. Við viljum líka sýna þér hvernig þú getur ferðast og notið náttúrunnar um leið og komið fram við hana af þeirri virðingu og umhyggju sem hún á skilið.

 

Vottanir okkar

Við hjá Tinna Adventure tökum það mjög alvarlega að sýna sjálfbærni í framkvæmd. Vottanir okkar eru opinberar viðurkenningar á ábyrgð okkar og sjálfbærni markmiðum. Við erum áhugasöm um að finna fleiri leiðir til að bæta okkur og halda í við þróun á sjálfbærni markmiðum.

Ferðamálastofa

Tinna Adventure skráður ferðasali dagsferða hjá Ferðamálastofu.

Sem lögildur ferðasali dagsferða verðum við að ganga úr skugga um nokkra þætti sem eru mikilvægir til að tryggja traustverðuleika okkar. Þessi atriði eru mikilvæg til að tryggja ánægju þína, gæði ferðarinnar og auðvitað öryggi þitt.

Allir í fyrirtækinu hafa nauðsynlega þekkingu fyrir þá vinnu sem þeir taka sér fyrir hendur. Hæfni leiðsögumannsins mun alltaf uppfylla eða fara umfram það stig sem Ferðamálastofa þarf fyrir þá starfsemi sem þeir stunda með þér. Sérþekkingin og fagmennskan leisögumannanna kjarni starfsins, bæði til að njóta þín og öryggisins vegna. Við viljum bjóða upp á einstaka upplifun.

Verklagsreglur og öryggisáætlanir eru til staðar fyrir allar okkar ferðir. Ferðamálastofa og lög um ferðþjónustu leggja fram grunn staðla sem ferðaþjónustan þarf að fylgja.

 

Vottun Vakans

Við hjá Tinna Adventure erum mjög stolt af því að vera með Vottun Vakans. Til að ná þessu þurftum við að gera miklu meira en að fylgja ströngustu kröfum þegar farið var í ferðir okkar og valið húsnæði. Leiðsögumennirnir okkar verða að hafa viðeigandi menntun og reynslu sem og uppfylla strangar öryggiskröfur. Hver ferð hefur yfirgripsmiklar ferðaáætlanir og öryggisáætlun.

Við vinnum út frá fimmtán liða siðareglum Vaknins. Þar með talið fylgjum við fyllsta trúnaði, og jafnrétti þjónustu okkar, gagnsæi í verðlagningu og sanngirni í öllum viðskiptum okkar og auglýsingum. Við þurfum að að standas framúrskarandi staðla í gestrisni, þjónustu og sjálfbærni sem og fara eftir öllum lögum, kröfum og reglugerðum.

Vakinn er gæða- og umhverfiskerfi sem rekið er af Ferðamálastofu í samvinnu við Samtök Ferðaþjónustunnar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálasamtök Íslands. Það er byggt á Qualmark kerfinu frá Nýja Sjálandi sem hefur verið lagað að íslenskum aðstæðum.

 

Umhverfisvottun Vankans - Brons stig

Tinna Adventure hefur hlotið Umhverfisvottun Vankans - Brons stig sem staðfestingu á stöðlum okkar og metnaði í sjálfbærni, umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð.

Verndun hinnar einstöku náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir að njóta hefur alltaf verið okkur mjög mikilvæg. Vernd viðkvæmra vistkerfa og búsvæða í náttúrunni er eins nauðsynleg og að finna leiðir til að draga úr þeim ummerkjum sem við skiljum eftir okkur sem einstaklingar og samfélag. Mikil sérfræðiþekking og rannsóknir fóru í þróun Vakins kerfisins. Við þróuðum umhverfisstefnu okkar til að fara eftir kröfum Vakans, svo við vitum að skrefin sem við höfum tekið verða mikilvæg!

Umhverfiskerfi Vakins krefst þess að við fylgjumst við leiðbeiningum þeirra sem tengjast átta meginflokkum: stefnumörkun og vinnubrögðum, innkaupum og auðlindum, orku, úrgangi, náttúruvernd, samfélagslegri ábyrgð og samfélagslegri þátttöku, birgðum og markaði, og síðast en ekki síst, upplýsingum til viðskiptavina.

Rétt eins og Vottun Vakans á er Umhverfisvottun Vakinn gæðakerfi sem rekið er af Ferðamálastofu í samvinnu við Samtök Ferðaþjónustunnar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálasamtök Íslands. 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave