Langar þig að komast burt frá margmenninu á suðvestur horni landsins? Hér á Austurlandi eru margir æðislegir staðir til að heimsækja og margt sem hægt er að gera. Því lengur sem þú stoppar á Austurlandi því meira nýtur þú þess.

Hér er listi með 10 áhugaverðum hlutum sem þú getur gert í heimsókn á Austurlandi.

 1. Fara í fjallgöngu eða rölt með ströndinni.
  Austurland býður upp á ótal kosti fyrir göngur, allt frá stuttum afslappandi yoga göngum, til lengri gögnuferða. Þú þarft ekki annað en að stíga út úr bílnum og taka göngu í náttúrunni. Þetta er fullkomin leið til að njóta útsýnisins.Yoga on the beach, hiking yoga, guided tours, East Iceland, Iceland, Tinna Adventure
 2. Hjóla
  Hjólreiðar hafa aukist í vinsældum bæði sem heilsurækt og ferðamáti. Hér á Austurlandi er umferðin minni en víða annarsstaðar og því er frábært að nýta sér kyrrðina og náttúrufegurðina til hjólreiða.
 3. Heimsækja söfn
  Það er mikið úrval fjölbreyttra og áhugaverðra safna á Austurlandi.  Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er fallegur garður með gríðar miklu safni ólíkra steina fyrst og fremst héðan af svæðinu. Frakkar á Íslandsmiðum er safn á Fáskrúðsfirði sem segir sögu franskra sjómanna sem gerðu út frá Fáskrúðsfirði í kring um árið 1900. Íslenska stríðsminjasafnið á Reyðarfirði segir sögu breskrar hertöku á Reyðarfirði í seinni heimsstyrjöldinni og áhrifum þess á samfélagið. Á Sjóminjasafni Austurlands á Eskifirði getur þú fengið innlit í líf íslenskra sjómanna yfir liðna áratugi. Í Safnahúsinu á Neskaupstað eru 3 söfn. Þar er náttúruminjasafn, listasafn sem og sjóminja- og smiðjusafn. Í Löngubúð á Djúpavogi er safn um Ríkarð Jónsson myndhöggvara. Í Breiðdalssetrinu á Breiðdalsvík er fræðisetur um jarðfræði og málvísindi. Þar er einnig safn um störf jarðfræðingsins George Walker og Stefán Einarsson málfræðing sem og stakar sýningar. Á Burstafelli í Vopnafirði getur þú
   séð hvernig lífið var á Íslandi frá því snemma á 18. öldinni fram á miðja 20. öldina. Á Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum getur þú fundið margar sýningar, þar á meðal um menningu og hreindýr. Síðast en ekki síst er svo Tækniminjasafnið á Seyðisfirði þar sem þú getur kynnt þér tækniframfarir og vélvæðingu síðari hluta 19. aldar og fyrrihluta 20. aldar.
  Burstafell, Vopnafjörður
 4. Jeppaferðir
  Á ferð um Ísland eru ákveðnir staðir sem eru orðnir gríðarlega þekktir en ef þú leitar aðeins víðar má sjá að það eru ótal faldar perlur hér og þar um landið. Sumar af þessum perlum eru óaðgengilegar fyrir litla bíla og jafnvel flókið að finna án leiðsagnar. Jeppaferðir eru skemmtileg leið til að kynnast þessum stöðum í litlum hópum og njóta í kyrrðinni.  

 5. Veiða fisk
  Fyrir þá sem hafa gaman af veiðum þá er einnig hægt að veiða silung og lax í þekktum ám á Austurlandi. Bæði Breiðdalsá og Jökla eru þekktar fyrir skemmtilega veiði og fallegt umhverfi.


 6. Heimsókn í Hallormsstaðaskóg
  Frábær staður fyrir afslappandi göngu umvafinn stærsta skóg landsins. Á flestum stöðum landsins er ekki mikið um þéttan háan skóg. En í Hallormsstað er fallegur þéttur skógur eftir áratuga langa skógrægt. Skógurinn samanstendur einkum af birki, greni og furu. En þar er líka trjásafn með fjölbreyttum trjátegundum sem plantað hefur verið yfir marga áratugi.
 7. Afslappað líf á Djúpavogi
  Fyrir nokkrum árum hóf
  , Sveitafélagið Djúpivogur vegferð sína inn í Cittaslow verkefni og er núna eina sveitafélagið á landinu með Cittaslow vottun. Í bænum eru nokkrir áhugaverðir staðir til að skoða. Við höfnina í Gleðivík eru stein egg sem eru endurgerð eggja þeirra fugla sem verpa á Íslandi og inni í bænum er kaffihúsið/safnið Langabúð. En það sem er mest heillandi er afslappaða andrúmsloftið í bænum.

 8. Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði
  Á undanförnum árum hefur Stöðvarfjörður áunnið sér orð sem listrænn bær. 2010 hófust breytingar á gamla Frystihúsinu í listamiðstöð þar sem listamenn geta sinnt tónlist, handverki, matarlist og fleiru. Núna koma listamenn héðan og þaðan út heiminum til að nýta aðstöðuna. 
 9. Norðurljósahús Íslands
  Á Fáskrúðsfirði er norðurljósasýning í
  Norðurljósahúsi Íslands. Þar má sjá ljósmyndasýningu af ljósmyndum eftir ljósmyndara á svæðinu. Þetta er einn besti staðurinn til að upplyfa norðurljós að sumri.Northern Lights, guided tour, super jeep tour, Iceland, East Iceland
 10. Óbyggðasetur Íslands
  Á innsta bænum í Fljótsdal getur þú gist í endurgerðum sveitabæ. Þarna stígur þú aftur í tíman og upplifir íslenska sögu og menningu. Svo er boðið upp á heimagerðan mat úr hráefnum úr heimabyggð. Á Óbyggðasetri Íslands, bjóða þau einnig upp á fjölbreytt úrval af leiðsögðum ferðum, stuttum og löngum, göngur, hestaferðir o.fl.
  Baðstofa-minni-m-1

Þú getur einnig kíkt á greinarnar okkar 10 ástæður til að heimsækja Austurland og 10 skemmtilegir hlutir til að gera á Austurlandi í vetur til að fá frekari innblástur eða kíkt á ferðaúrvalið okkar.